Mögnuð flautukarfa Jókersins (myndskeið)

Nikola Jokic er engum líkur.
Nikola Jokic er engum líkur. AFP/Matthew Stockman

Serbinn Nikola Jokic, sem hefur verið valinn besti leikmaður deildarkeppni NBA-deildarinnar í körfuknattleik undanfarin tvö tímabil, minnti rækilega á af hverju svo er þegar hann skoraði frábæra sigurkörfu fyrir Denver Nuggets í sigri á Orlando Magic í nótt.

Olrando jafnaði metin í 116:116 þegar skammt var eftir í fjórða og síðasta leikhluta.

Jókerinn fékk þá boltann innan teigs, steig út fyrir þriggja stiga línuna með mann í sér, bakkaði og setti niður glæsilega þriggja stiga körfu.

Tvö sekúndubrot voru eftir á leikklukkunni og var því um seinan fyrir Orlando að koma aftur til baka.

Frábæra körfu Jokic, sem var með þrefalda tvennu er hann skoraði 17 stig, tók tíu fráköst og gaf 14 stoðsendingar fyrir Denver, má sjá hér:

mbl.is