Þórsarar unnu mikilvægan sigur á Egilsstöðum

Vincent Malik Shahid reynir að komast að körfu Valsmanna í …
Vincent Malik Shahid reynir að komast að körfu Valsmanna í leik með Þór. mbl.is/Árni Sæberg

Þór Þorlákshöfn vann gífurlega mikilvægan þriggja stiga útisigur á Hetti í Subway-deild karla í körfuknattleik í kvöld. 

Þórsarar byrjuðu leikinn betur og leiddu með fimm stigum eftir fyrsta leiklhuta, 23:18. Þór jók aðeins forskot sitt í öðrum leikhluta og fóru inn í hálfleik tíu stigum yfir, 43:33. 

Sama var upp á teningnum í þriðja leikhluta en Hattarmenn náðu ekki að koma sér almennilega inn í leikinn og Þór vann enn einn leikhlutann og leiddi með 12, 69:57. 

Hattarmenn voru þó mun sterkari í fjórða leikhluta og minnkuðu muninn minnst í eitt stig, 83:84, þegar 22. sekúndur voru eftir. Þór setti þó loka tvö stigin og vann leikinn 86:83. 

Vincent Malik Shahid var atkvæðamestur í liði Þórs með 23 stig, tvö fráköst og átta stoðsendingar. Hattarmaðurinn Timothy Guers var stighæstur í leiknum með 23 stig.

Þór er í tíunda sæti deildarinnar með átta stig. Höttur er sæti ofar með tveimur stigum meira.

Gangur leiksins:: 5:7, 8:12, 9:20, 18:23, 18:25, 22:32, 26:41, 33:43, 40:50, 45:59, 51:62, 57:69, 62:73, 69:80, 76:80, 83:86.

Höttur: Timothy Guers 27, Bryan Anton Alberts 16, Matej Karlovic 12/6 stoðsendingar, Obadiah Nelson Trotter 11, Adam Eiður Ásgeirsson 7, Juan Luis Navarro 6/4 fráköst, Gísli Þórarinn Hallsson 4.

Fráköst: 11 í vörn, 5 í sókn.

Þór Þ.: Vincent Malik Shahid 23/8 stoðsendingar, Fotios Lampropoulos 23/5 fráköst, Styrmir Snær Þrastarson 20/6 fráköst, Tómas Valur Þrastarson 10/4 fráköst, Pablo Hernandez Montenegro 3/8 fráköst, Emil Karel Einarsson 3, Davíð Arnar Ágústsson 2/5 fráköst, Jordan Semple 2/7 fráköst.

Fráköst: 27 í vörn, 10 í sókn.

mbl.is