Haukar halda pressunni á toppliðunum

Tinna Guðrún Alexandersdóttir með boltann í leik gegn Keflavík fyrr …
Tinna Guðrún Alexandersdóttir með boltann í leik gegn Keflavík fyrr í mánuðinum. mbl.is/Óttar Geirsson

Haukar unnu góðan sigur á Grindavík, 77:67, á Ásvöllum í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld.

Haukar byrjuðu leikinn betur og voru tíu stigum yfir eftir fyrsta leikhlutann. Þá forystu lét liðið aldrei af hendi og var sigurinn í raun aldrei í neinni hættu.

Tinna Guðrún Alexandersdóttir var stigahæst í liði Hauka með 21 stig. Keira Robinson og Eva Margrét Kristjánsdóttir komu næstar með 15 stig hvor en Robinson tók einnig sjö fráköst og gaf sjö stoðsendingar og Eva tók átta fráköst.

Hjá Grindavík var Danielle Rodriguez stigahæst með 23 stig og sjö stoðsendingar. Hulda Björk Ólafsdóttir kom næst með 15 stig.

Með sigrinum halda Haukar pressunni á toppliðunum tveimur, Keflavík og Val. Haukar eru nú með 28 stig, líkt og Valur en Keflavík er á toppnum með 32 stig. Keflavík og Valur mætast í kvöld. Grindavík er í fimmta sæti deildarinnar með 16 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert