ÍR þarf að vinna Íslandsmeistarana

Pablo Bertone með boltann í fyrri leik Vals og ÍR …
Pablo Bertone með boltann í fyrri leik Vals og ÍR í desember síðastliðnum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Fjórir leikir fara fram í Subway-deild karla í körfuknattleik í kvöld þegar 20. umferðin hefst. Tvö efstu liðin, Valur og Njarðvík, mæta tveimur neðstu liðunum, ÍR og KR.

ÍR heimsækir Íslandsmeistara Vals og þarf bráðnauðsynlega á sigri að halda ætli Breiðhyltingar að halda vonum sínum um að halda sæti sínu í efstu deild á lífi.

ÍR er í fallsæti, því ellefta, með tíu stig, fjórum stigum á eftir Hetti í sætinu fyrir ofan. Aðeins þrjár umferðir eru eftir í deildinni og hver sigur er því gulls ígildi.

Valur er á toppnum með 30 stig, líkt og Njarðvík í öðru sæti.

Njarðvík mætir botnliði KR, sem er þegar fallið, og því ljóst að baráttan um að tryggja sér deildarmeistaratitilinn verður hörð allt til enda.

Leikir kvöldsins:

KR - Njarðvík kl. 18.15

Valur - ÍR kl. 19.15

Höttur - Keflavík kl. 19.15

Haukar - Stjarnan kl. 20.15

mbl.is