Sara yfirgefur spænska félagið

Sara Rún Hinriksdóttir er farin frá Cadi La Seu.
Sara Rún Hinriksdóttir er farin frá Cadi La Seu. mbl.is/Óttar Geirsson

Sara Rún Hinriksdóttir, landsliðskona í körfubolta, hefur yfirgefið spænska félagið Cadi La Seu en hún og félagið komust að samkomulagi um að rifta samningnum.

Félagið greindi frá á Facebook-síðu sinni. Í stuttri yfirlýsingu er Söru óskað góðs gengis í næstu áskorun og að um sameiginlega ákvörðun hafi verið að ræða.

Sara samdi við félagið í júlí á síðasta ári og spilaði því með því í hálft ár. Hún fór vel af stað áður en hún meiddist og hefur hún lítið fengið að spila eftir að hún jafnaði sig.

Landsliðskonan hefur leikið með Faenza á Ítalíu, Phoenix Constanta í Rúmeníu og Leicester á Englandi. Hún er uppalinn hjá Keflavík en hefur einnig leikið með Haukum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert