Hvað gerir Gunnar Nelson í nótt?

Gunnar Nelson mætir Alex Oliveira í nótt.
Gunnar Nelson mætir Alex Oliveira í nótt. Ljósmynd/Snorri Björnsson

Bardagakappinn Gunnar Nelson mætir hinum brasilíska Alex „Cow­boy“ Oli­veira í Toronto í Kanada í nótt. Bardaginn er sá fyrsti í aðalhluta UFC 231-bardagakvöldsins. Aðalbardagi kvöldsins er titilbardagi þeirra Max Holloway og Bri­an Ortega í fjaðurvigt. 

Bardaginn er sá fyrsti hjá Gunnari síðan hann tapaði fyrir Santiago Ponzinibbio í Glasgow í júlí árið 2017. Gunnar var með staðfestan bardaga við Neil Magny fyrr á árinu, en vegna meiðsla þurfti Gunnar að hætta við bardagann. 

Gunnar er búinn að keppa tíu sinnum hjá UFC-samtökunum og vinna sjö bardaga og tapa þremur. Oliveira er búinn að berjast þrettán sinnum hjá samtökunum. Hann er búinn að vinna níu bardaga, tapa þremur og voru ein úrslit gerð ógild. 

Bardagakvöldið hefst kl. 3 að íslenskum tíma og ætti Gunnar að stíga í búrið mjög skömmu síðar. Mbl.is fylgist vel með gangi mála og færir ykkur það helsta í beinni textalýsingu þegar nær dregur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert