Ný ólympíuveisla hafin á Maracana

Litadýrð á setningarathöfn ólympíumóts fatlaðra í kvöld.
Litadýrð á setningarathöfn ólympíumóts fatlaðra í kvöld. AFP

Setningarhátíð Ólympíumóts fatlaðra fer nú fram í Ríó í Brasilíu þar sem um 4.300 keppendur munu næstu ellefu daga reyna með sér í 22 íþróttagreinum.

Íslenski hópurinn hefur þegar gengið inn á Maracana-leikvanginn. Sundkappinn og ólympíumeistarinn Jón Margeir Sverrisson var fánaberi en auk hans keppa á mótinu þau Þorsteinn Hall­dórs­son (bog­fimi), Helgi Sveins­son (spjót­kast), Sonja Sig­urðardótt­ir (sund) og Thelma Björg Björns­dótt­ir (sund). Helgi var ekki með á setningarathöfninni í kvöld en hann keppir í spjótkasti á föstudag.

Alls eiga 176 þjóðir fulltrúa á Ólympíumótinu og á Kína flesta eða 308 talsins.

Flugeldar settu svip sinn á setningarathöfnina.
Flugeldar settu svip sinn á setningarathöfnina. AFP
Joao Carlos Martins flytur brasilíska þjóðsönginn.
Joao Carlos Martins flytur brasilíska þjóðsönginn. AFP
Bandaríkjamenn eru fjölmennir á ólympíumótinu. Hér ganga þeir inn á …
Bandaríkjamenn eru fjölmennir á ólympíumótinu. Hér ganga þeir inn á Maracana-völlinn. AFP
AFP
AFP
AFP
AFP
AFP
Aaron Wheelz hóf setningarathöfnina með því að koma inn á …
Aaron Wheelz hóf setningarathöfnina með því að koma inn á leikvanginn á mikilli ferð á hjólastól sínum. AFP
Aaron Wheelz í loftinu í frábæru áhættuatriði sínu.
Aaron Wheelz í loftinu í frábæru áhættuatriði sínu. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert