Lærisveinar Dags fengu á sig 47 mörk

Dagur Sigurðsson fylgist með sínum mönnum í dag.
Dagur Sigurðsson fylgist með sínum mönnum í dag. AFP

Heims- og ólympíumeistarar Dana unnu í dag öruggan 47:30-sigur á lærisveinum Dags Sigurðssonar í Japan í fyrsta leik liðanna á Ólympíuleikunum í Tókýó.

Danir komust í 9:1 snemma leiks og var staðan í hálfleik 25:14. Danir bættu í forskotið hægt og örugglega í seinni hálfleik og unnu að lokum sannfærandi sigur.

Jacob Holm var markahæstur í danska liðinu með níu mörk og Magnus Saugstrup gerði átta. Hiroki Motoki var markahæstur hjá Japan með átta mörk.

Næsti leikur Dana er eldsnemma á mánudagsmorgun gegn Egyptalandi og næsti leikur Japans er gegn Svíum 12:30 sama dag.  

Jacob Holm var markahæstur Dana.
Jacob Holm var markahæstur Dana. AFP
mbl.is