Úgandakonan nældi í ólympíugull eftir frábæran endasprett

Peruth Chemutai tryggði sér ólympíugull með frábæru hlaupi í dag.
Peruth Chemutai tryggði sér ólympíugull með frábæru hlaupi í dag. AFP

Langhlauparinn Peruth Chemutai frá Úganda vann glæsilegan sigur í úrslitum 3.000 metra hindrunarhlaups kvenna á Ólympíuleikunum í Tókýó í dag.

Útlit var fyrir að Bandaríkjakonan Courtney Frerichs væri að fara að hafa öruggan sigur en á síðasta hring geystist Chemutai fram úr henni og kom að lokum í mark á 9:01,45 mínútum, meira en þremur sekúndum á undan Frerichs.

Bandaríkjakonan hljóp á 9:04,79 mínútum og tryggði sér silfurverðlaun.

Hyvin Kyeng frá Kenýa kom þriðja í mark og hljóp á 9:05,39 mínútum og nældi sér þar með í bronsverðlaun.

mbl.is