Sú elsta en efnilegasta í hópnum

Ísfirðingurinn Arna Sigríður Albertsdóttir keppir á Paralympics í fyrsta sinn.
Ísfirðingurinn Arna Sigríður Albertsdóttir keppir á Paralympics í fyrsta sinn. Ljósmynd/ÍF

Hjólreiðakonan Arna Sigríður Albertsdóttir úr Hjólreiðafélagi Reykjavíkur verður fyrst Íslendinga til þess að keppa í handahjólreiðum á Ólympíumóti fatlaðra þegar hún keppir í tímatöku og götuhjólreiðakeppni í H3-flokki handahjólara í Tókýó. Arna hlaut eitt umsóknarsæta sem Alþjóðahjólreiðasambandið úthlutaði og keppir á sínu fyrsta Ólympíumóti. „Ég er bara spennt,“ sagði Arna við Morgunblaðið, en hún hefur rutt brautina í handahjólreiðum á Íslandi undanfarin ár.

Þótt Arna, sem varð fyrir mænuskaða í skíðaslysi 16 ára gömul, sé elst þeirra sex íslensku ólympíufara sem keppa á mótinu, 31. árs, þykir hún afar efnileg í handahjólreiðum. „Bestu konurnar í mínum flokki eru um fimmtugt. Málið er að í svona úthaldsgreinum er þetta eitthvað sem þú þarft að byggja upp yfir langan tíma og verður oftast góður í seinna á ævinni samanborið við til dæmis sprettgreinar.

Plús það að langflestar konurnar sem ég er að keppa við eru með mænuskaða og það er eitthvað sem þú fæðist ekki með, þú þarft að lenda í slysi til að fá mænuskaða. Þú færð þá skaða seinna í lífinu, byrjar seinna að æfa. Svo eru allir bara að nota hendurnar þannig að það tekur svolítið langan tíma að byggja upp úthald í svona keppni,“ útskýrði Arna.

Bæði keppt á braut og malbiki

Þar sem hún er fyrsti Íslendingurinn til að keppa í handahjólreiðum á Ólympíumóti var Arna beðin um að fara aðeins í saumana á greinunum tveimur sem hún tekur þátt í. „Fyrst tek ég þátt í tímatöku. Þá er maður að fara á braut, þetta eru tveir hringir og þú reynir að vera eins fljótur og þú getur. Þú mátt ekki koma nálægt neinum öðrum, það á bara að vera einn í einu að taka hring.

Svo daginn eftir er götuhjólreiðakeppnin. Þá byrja allir á sama tíma og þá er þetta svolítið eins og hópur í Tour de France eða álíka.

Viðtalið við Örnu Sigríði má lesa í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »