FH mætir Stjörnunni í úrslitaleik

Ingimundur Níels skoraði eitt mark í dag.
Ingimundur Níels skoraði eitt mark í dag. mbl.is/Ómar

FH er komið í úrslit Fótbolti.net-mótsins í knattspyrnu eftir sigur á Breiðabliki, 3:0, í Fífunni í dag. Þar mætir FH liði Stjörnunnar sem vann B-riðilinn.

Guðjón Árni Antoníusson, Pétur Viðarsson og Ingimundur Níels Óskarsson skoruðu mörk FH-inga sem vinna A-riðilinn á markatölu.

FH vann tvo leiki og tapaði einum og fékk því sex stig eins og Keflavík, sem vann Grindavík, 4:2, í Reykjaneshöllinni í morgun.

FH er aftur á móti með sjö mörk í plús en Keflavík aðeins tvö. FH vann Grindavík, 7:1, í fyrstu umferð mótsins.

Keflavík leikur um bronsið á mótinu en Blikar, sem unnu í fyrra, leika um 5. sætið.

mbl.is