Listskautar í beinni útsendingu

Listskautakeppni Reykjavíkurleikanna fer fram í Skautahöllinni í Laugardal.
Listskautakeppni Reykjavíkurleikanna fer fram í Skautahöllinni í Laugardal. Ljósmynd/Helgi Halldórsson

Listskautakeppni Reykjavíkurleikanna er nú í fullum gangi í Skautahöllinni í Laugardal. Glæsilegir keppendur svífa um svellið og er hægt að fylgjast með keppninni hér að neðan í beinni útsendingu.

Um 80 erlendir gestir frá 18 löndum eru komnir til landsins til að taka þátt í mótinu. Keppni stendur yfir frá klukkan 13:00-18:30 í dag.

Keppt er í nokkrum aldursflokkum en keppni í kvennaflokki hefst klukkan 17:35. 

Nánari dagskrá og upplýsingar má finna vef Skautasambandsins.

mbl.is