Ívar bestur í skammbyssukeppninni

Verðlaunahafar í loftskammbyssukeppni Reykavíkurleikanna. Frá vinstri: Peter Martisovic, Ívar Ragnarsson, …
Verðlaunahafar í loftskammbyssukeppni Reykavíkurleikanna. Frá vinstri: Peter Martisovic, Ívar Ragnarsson, Jón Þór Sigurðsson og Gústaf Adolf Hjaltason, forseti undirbúningsnefndar Reykjavíkurleikanna. Mynd/Skotfélag Reykjavíkur

Loftskammbyssukeppni Reykjavíkurleikanna fór fram í Laugardalshöll í dag. Sigurvegari keppninnar var Ívar Ragnarsson með 236,3 stig. Hann sigraði í úrslitum Peter Martisovic frá Slóvakíu en Peter var með 224,1 stig. Jón Þór Sigurðsson varð þriðji með 203,7 stig.

Sóley Þórðardóttir stóð sig frábærlega í úrslitunum og endaði þar í 6.sæti með 142,1 stig sem er nýtt Íslandsmet unglinga í greininni. Í undankeppninni jafnaði hún einnig eigið Íslandsmet sem er 532 stig.

Nánari úrslit úr loftskammbyssukeppni Reykjavíkurleikanna má finna hér.

Á morgun sunnudag heldur skotfimikeppnin áfram en þá verður loftriffilkeppni frá klukkan 9-12. Sjá nánari upplýsingar á Facebook-viðburði mótsins.

mbl.is