William Berggren sigurvegari Reykjavíkurleikanna í keilu

William Berggren sigurvegari RIG 2023
William Berggren sigurvegari RIG 2023 Ljósmynd/Hafsteinn Snær

William Berggren frá Svíþjóð stóð uppi sem sigurvegari í keilu á Reykjavíkurleikunum eftir sigur á samlanda sínum Alex Joki með 244 pinnum gegn 188 pinnum.

Til úrslita í mótinu í ár spiluðu fyrrnefndir William og Alex auk Pete Stevenson frá Englandi og Halvar Hagen Nilsen frá Noregi. Úrslitin eru spiluð með því fyrirkomulagi að neðsti spilarinn í hverjum leik dettur út þar til sigurvegarinn stendur einn eftir. Fyrstur úr leik datt Halvar Hagen en næst á eftir honum Pete.

William kom inn í útsláttarkeppnina í 24 manna úrslitum og sló þá út Magnús Sigurjón, sinn fyrrum liðsfélaga í sænsku deildinni með tveimur sigrum á móti einum.

Næst mætti hann Adrian Kindervaag frá Noregi þar sem William spilaði gríðarlega vel með tæpa 258 í meðaltal og sigraði Adrian örugglega, 2:0.

Í átta manna úrslitum mætti William svo Einari Má þar sem William hélt uppteknum hætti og spilaði aftur meðaltal upp á 258 og sigraði viðureignina 2:0, sem tryggði honum sæti í úrslitunum. 

Verðlaunahafar RIG 2023
Verðlaunahafar RIG 2023 Ljósmynd/Hafsteinn Snær
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert