Umhverfisráðherra gangsetti nýjan rafskautaketil á Eskifirði

Siv Friðleifsdóttir gangsetur nýjan raf- skautaketil í mjöl- og lýsisvinnslu …
Siv Friðleifsdóttir gangsetur nýjan raf- skautaketil í mjöl- og lýsisvinnslu Hraðfrystihúss Eskifjarðar hf. mbl.is/Helgi Garðarsson

Siv Friðleifsdóttir, umhverfisráðherra, gangsetti í gær nýjan raf- skautaketil í mjöl- og lýsisvinnslu Hraðfrystihúss Eskifjarðar hf. Ketillinn mun minnka svartolíubrennslu í vinnslunni og draga þannig verulega úr losun koltvísýrings.

Í rafskautakatlinum er framleidd gufa með því að hita vatn með 11 þúsund volta háspennu og fylgir þeirri gufuframleiðslu engin loftmengun. Gufan er síðan nýtt í sjóðara verksmiðjunnar og einnig til upphitunar lýsis. Rafskautsketillinn kemur í stað gufukatla sem brenndu svartolíu með tilheyrandi losun af koltvísýringi, brennissteinsoxíði og öðrum brunagösum. Miðað við þann rekstur sem hefur verið hjá fiski- mjölsverksmiðju Hraðfrystihúss Eskifjarðar undanfarin ár er verið að minnka svartolíubrennslu um 2,5–3,0 milljónir lítra á ári. Þetta samsvarar minnkun í losun koltvísýrings sem nemur um 7.700 tonn á ári sem er um 0,3% af heildarlosun á landinu öllu. Jafnframt má áætla að minnkun á losun brennissteinsoxíðs verði allt að 100 tonn á ári sem er um 20% af því sem áætlað er að fara mundi út í andrúmsloftið frá rafskautaverksmiðju álvers í Reyðarfirði. Gerður hefur verið sérstakur samningur milli Landsvirkjunar og Rarik ann- ars vegar og Hraðfrystihúss Eskifjarðar hf. hins vegar um orkukaup vegna þessa verkefnis. Þá er ljóst að auk verulegra bættra umhverfisáhrifa vegna rafskautaketilsins, er mikill fjárhagslegur ávinningur fyrir fyrirtækið af tilkomu hans þar sem skipt er úr erlendri orku yfir í ódýrari innlenda vistvæna orku. Hönnun og uppsetning ketilsins var í höndum Vélsmiðju Orms og Víglundar í Hafnarfirði og bygging húss í höndum Péturs Karls Kristinssonar á Eskifirði.
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK