Kaupþing banki sagður koma að fjármögnun vegna kaupa á Somerfield

Blaðið Financial Times segir að Kaupþing banki komi að fjármögnun fyrirtækjahópsins Violet Acquisitions á bresku verslunarkeðjunni Somerfield. Violet Acquisitions náði í síðustu viku samningum við stjórn Somerfield um upphæð yfirtökutilboðs en það samkomulag var háð því að gengið yrði frá fjármögnun.

Að Violet Acquisitions standa eignarhaldsfélagið Apax Partners, fjárfestingarbankinn Barclays Capital og kaupsýslumaðurinn Robert Tchenguiz. Gert er ráð fyrir að tilboðið hljóði upp á 197 pens á hvern hlut í Somerfield.

Fréttastofan AFX vitnar til fréttar FT, þar sem segir að þegar búið verður að ganga frá viðskiptunum muni Barclays eiga 25% hlut í Somerfield. Apax og Tchenguiz muni eiga 34% hvor aðili og afgangurinn, um 7%, verði í eigu Kaupþings banka og stjórnenda Somerfield, þar á meðal kaupsýslumannsins John Lovering sem muni taka við stjórnarformennsku í félaginu af John Spreckelsen.

FT fullyrti einnig, að fasteignafélagið London & Regional Properties Ltd, sem er í eigu Livingstonebræðra, íhugi að leggja fram tilboð í Somerfield. Félagið ákvað fyrir nokkrum dögum að hætta viðræðum við stjórn Somerfield um hugsanlegt tilboð eftir að United Co-operatives dró sig út úr viðræðum um að kaupa 500 verslanir Somerfield ef London & Regional tækist að kaupa Somerfield.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK