Skuldatryggingarálagið aldrei hærra hjá Kaupþingi

Skuldatryggingarálag Kaupþings hefur aldrei verið jafn hátt og í dag frá því að erfiðleikar byrjuðu á alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Er það nú 620 punktar eða rúm 6% og hefur aldrei verið hærra, að því er kemur fram á vef danska blaðsins Børsen.  

Til samanburðar er bent á að skuldatryggingarálag Nordea bankans sé undir 100 punktum í dag og að álagið sé hærra hjá íslensku bönkunum en hjá flestum öðrum bönkum á alþjóðamarkaði.

Skuldatryggingarálag mælir hvað það kostar fyrir fjárfesta að kaupa tryggingu gegn því að útgefandi viðkomandi skuldabréfs geti ekki staðið við skuldbindingar sínar. Kostnaðurinn er mældur sem álag ofan á grunnvexti. Álagið er almennt talið vera einn besti mælikvarðinn á þau markaðskjör sem bankar standa frammi fyrir á alþjóðamörkuðum.

Í frétt Børsen er haft eftir David Karsbøl, yfirmanni greiningardeildar Saxo Bank, að líkurnar á því að Kaupþing verði gjaldþrota á einhverjum tímapunkti í náinni framtíð hafi aldrei verið meiri.

Karsbøl telur að hið versta sé ekki yfirstaðið hjá íslensku bönkunum og að árið í ár eigi eftir að reynast þeim erfitt. Segir hann að það kæmi ekki á óvart ef einn eða tveir af stóru íslensku bönkunum yrði gjaldþrota fyrir árslok 2008 og þar eru líkurnar mestar á að það verði Kaupþing því samkvæmt skuldatryggingarálaginu er það bankinn sem hefur orðið verst úti, að sögn Karsbøl.

En hann hefur ekki bara áhyggjur af skuldatryggingarálagi íslensku bankana heldur einnig af stöðu íslensku krónunnar sem Karsbøl telur að muni lækka enda hafi fólk ekki trú á íslenska viðskiptamódelinu.

Frétt Børsen

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK