Glitnir hefði farið í þrot

Eiríkur Guðnason, Lárus Welding og Davíð Oddsson á blaðamannafundi um …
Eiríkur Guðnason, Lárus Welding og Davíð Oddsson á blaðamannafundi um Glitni í Seðlabankanum í morgun. mbl.is/Kristinn

Davíð Oddsson, seðlabankastjóri, segir kaupin í Glitni ekki vera þjóðnýtingu en ef ekki hefði verið gripið til aðgerða hefði hlutafé bankans verið 0 og hann hefði farið í þrot. Þetta kom fram í máli Davíðs á fundi með blaðamönnum í Seðlabanka Íslands. Hann segir að það sé misskilningur fjölmiðla að forsvarsmenn Kaupþings hefðu verið á fundi með þeim í gærkvöldi.

Davíð sagði á fundinum með blaðamönnum að það liggi ljóst fyrir að að virði hlutabréfa núverandi eigenda Glitnis snarminnkar vegna þessa eða um allt að 80-90% en Davíð lagði áherslu á að það væri ekki endilega réttir útreikningar því ætla mætti að gengi hlutabréfa Glitnis gæti styrkst við aðgerðir stjórnvalda.

Á fundum kom skýrt fram í máli Davíðs að staða Glitnis hefði verið slæm en að aðrir bankar væru ekki í viðlíka skoðun og Glitnir hafi verið í um helgina sem lauk með því að íslenska ríkið eignast 75% hlut í Glitni með því að leggja bankanum til 600 milljónir evra, um 84 milljarða króna, í nýju hlutafé.

Aðspurður um launakjör helstu stjórnenda bankanna, en eins og fram hefur komið  hefur verið lögð mikil áhersla á endurskoðun á ofurlaun helstu stjórnenda fjármálastofnana í Bandaríkjunum við gerð björgunarpakkans svonefnda, segir Davíð að Glitnir hafi tekið vel á því í tíð núverandi stjórnarformanns, Þorsteins Más Baldvinssonar.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK