Áfram afgangur af vöruskiptum

Sjávarafurðir vega þungt í útflutningi.
Sjávarafurðir vega þungt í útflutningi.

Samkvæmt bráðabirgðatölum, sem Hagstofan birti í morgun, nam   útflutningur 31,7 milljörðum króna í apríl og innflutningur  29,4 milljörðum króna. Vöruskiptin í apríl, reiknuð á fob verðmæti, voru því hagstæð um 2,3 milljarða króna samkvæmt bráðabirgðatölum.

Samkvæmt þessu hefur afgangur á vöruskiptunum við útlönd, reiknað á fob verðmæti, mumið 16,9 milljörðum króna fyrstu fjóra mánuði ársins. 

Í apríl í fyrra var 7,3 milljarða króna halli á vöruskiptum og 32 milljarða króna halli, miðað við þáverandi gengi, á vöruskiptunum fyrstu fjóra mánuðina. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK