Armlengdarsjónarmið í gildi

Arion banki segir, að aðkoma bankans að fyrirtækinu Pennanum sé í samræmi við svonefnd armslengdarsjónarmið. Bankinn og Eignabjarg, sem fer með allt hlutafé bankans í Pennanum, geti þó tekið undir að tekið hafi lengri tíma en æskilegt hefði verið að endurskipuleggja rekstur félagsins og selja það.

Segir bankinn, að aukning hlutafjár Pennans um 200 milljónir hafi ekki verið til að fjármagna taprekstur heldur liður í undirbúningi að sölu fyrirtækisins og lokaskref í endurskipulagningu. Hafi þeir fjármunir að öllu leyti farið til lækkunar skulda félagsins gagnvart Arion banka.

Þá segir í tilkynningu frá bankanum, að til standi að setja Pennann í söluferli í upphafi næsta árs. Afkoma af reglulegum rekstri Pennans hafi verið jákvæð um 144 milljónir króna á árunum 2009 og 2010. Framlegð og afkoma á þessu ári sé í takt við áætlanir.

„Því er það einfaldlega rangt sem haldið hefur verið fram í fjölmiðlum að Penninn sé andvana fyrirtæki sem stundað hafi undirboð á markaði eða á annan hátt staðið í óeðlilegri samkeppni," segir í tilkynningu bankans.

Húsgagnaverslanir auglýsa á heilli opnu í Morgunblaðinu í dag, að skilanefnd gamla Kaupþings hafi tapað um 8 milljörðum króna á gjaldþroti gamla Pennans. Félag í eigu Arion banka hafi tapað ríflega  milljarði króna á rekstrinum á tveimur árum. Nú í september hafi Arion banki aukið hlutafé Pennans um 200 milljónir ofan á allt annað.

„Penninn keppir við okkur á almennum samkeppnismarkað, mikið tap er á rekstrinum en Arion banki heldur fyrirtækinu endalaust gangandi með fjármagni sem ekki sér fyrir endann á. Við sættum okkur ekki við að leikreglur á samkeppnismarkaði séu þverbrotnar á þennan hátt," segir í auglýsingunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK