Eignir Kaupþings 50 milljörðum verðmætari

Höfuðstöðvar Kaupþings þegar bankinn var og hét.
Höfuðstöðvar Kaupþings þegar bankinn var og hét. Mbl.is/Ómar Óskarsson

Eignir Kaupþings jukust um rúmlega 50 milljarða eða um rúm 6% á árinu 2011. Sé leiðrétt fyrir áhrifum vegna 4,25% gengislækkunnar krónunnar á tímabilinu jukust eignir um 15 milljarða. Eignir Kaupþings eru metnar á 875 milljarða í lok árs 2011. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá slitastjórn Kaupþings um nýjar fjárhagsupplýsingar bankans.

Mesta aukningin var í flokki lausafjármuna. Handbært fé Kaupþings sem stóð í 333 milljörðum í lok árs jókst um 102 milljarða á tímabilinu, einkum vegna afborgana, vaxta- og þóknanatekna af lánasafni Kaupþings sem námu 74 milljörðum á árinu, samkvæmt því sem fram kemur í fréttatilkynningu slitastjórnarinnar.

Heildarrekstrarkostnaður Kaupþings á árinu 2011 var 6,3 milljarðar króna sem er 0,3% af nafnvirði heildareigna sem námu 2.092 milljörðum króna við lok árs 2011 og 0,7% af verðmati eigna. Rúmlega helmingur kostnaðarins, eða um 51%, er vegna erlendrar aðkeyptrar sérfræðiráðgjafar sem nam rúmum 3,2 milljarði króna.

mbl.is
Svæði

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir