Staðfesta fund á olíu við Brasilíu

Olíufyrirtækið Petrobras hefur staðfest miklar olíulindir undan ströndum Brasilíu.
Olíufyrirtækið Petrobras hefur staðfest miklar olíulindir undan ströndum Brasilíu. AFP

Ríkisrekna olíufyrirtækið Petrobras staðfesti í dag að olíulindirnar sem hefðu fundist fyrr á árinu 230 kílómetra austur af Sao Paulo væri mjög umfangsmiklar, þó enn ætti eftir að fá nákvæma staðfestingu á heildarmagni af olíu á svæðinu.

Lindirnar eru á nokkra kílómetra dýpi auk þess að vera undir stóru berg- og saltlagi. Í tilraunaborunum var farið á rúmlega 6100 metra dýpi og kom fram að olíulagið væri um 400 metra djúpt. Enn er þó beðið eftir niðurstöðum úr öðrum borunum til að geta lagt mat á hver heildarstærð lindanna sé, en eftir að þær svæðið var uppgötvað var áætlað að um 100 milljarðir tunna af hágæða hráolíu væri að finna þar.

Ef spárnar ganga eftir gæti Brasilía framleitt jafn mikið magn olíu og Sádí-Arabía, sem er stærsti olíuframleiðandi í heimi, næstu 30 árin. Hér er því um geysilega mikið magn að ræða.

Efnisorð: Brasilía olía
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK