Efnisorð: olía

Viðskipti | mbl | 19.3 | 13:02

Gas hér við land nær einskis virði

Dr, Dag Harald Claes, prófessor við Háskólann í Ósló.
Viðskipti | mbl | 19.3 | 13:02

Gas hér við land nær einskis virði

Gas sem myndi finnast hér við land er nær einskis virði. Þetta segir dr. Dag Harald Claes, prófessor. Magn olíu og kolvetnis á norðurheimskautssvæðinu er ekki það mikið að það muni hafa efnahagsleg áhrif á heimsmarkaði og yfirlýsingar þess efnis að 25% af ófundnum olíulindum heimsins séu á heimskautasvæðinu eru villandi. Meira

Viðskipti | mbl | 6.2 | 10:33

Spá 3,5% olíuverðslækkun á árinu

Seðlabankinn spáir því að olíuverð muni lækka um 3,5% á þessu ári. Þá gerir bankinn …
Viðskipti | mbl | 6.2 | 10:33

Spá 3,5% olíuverðslækkun á árinu

Seðlabanki Íslands spáir því að olíuverð muni lækka um 3,5% á þessu ári. Þá gerir bankinn ráð fyrir að verðlag helstu útflutningsafurða Íslands verði lakara á þessu ári en gert var ráð fyrir í síðustu spá. Meira

Viðskipti | AFP | 11.1 | 16:02

Tekið til í olíusjóði Norðmanna

Norskur olíuborpallur á Snorra-svæðinu í Norðursjó.
Viðskipti | AFP | 11.1 | 16:02

Tekið til í olíusjóði Norðmanna

Ákveðið var að selja tvö fyrirtæki úr eignasafni norska olíusjóðsins í dag þar sem þau brjóta í bága við fjárfestingastefnu sjóðsins. Fyrirtækin sem um ræðir eru Jacobs Engineering og Babcock & Wilcox, en þau eru bæði frá Bandaríkjunum. Meira

Viðskipti | mbl | 10.1 | 13:15

Olíuleit við Grænland opnar á möguleikaMyndskeið

Hagkvæmast að laða að stærri fyrirtæki
Viðskipti | mbl | 10.1 | 13:15

Olíuleit við Grænland opnar á möguleikaMyndskeið

Íslendingar þurfa á næstu árum að passa sig á því að skapa ekki þenslu vegna væntinga um eitthvað sem þurfi ekki endilega að gerast. Það væri þensla án velmegunar. Þetta segir Gunnlaugur Jónsson í þættinum Viðskipti með Sigurði Má. Hann telur að opnun olíuleitarsvæðis við Grænland búi til möguleika hér á landi. Meira

Viðskipti | mbl | 10.1 | 7:35

Hagkvæmast að laða að stærri fyrirtækiMyndskeið

Hagkvæmast að laða að stærri fyrirtæki
Viðskipti | mbl | 10.1 | 7:35

Hagkvæmast að laða að stærri fyrirtækiMyndskeið

„Í hverri borun eru minnihlutalíkur, en yfir langt tímabil safnast þær líkur saman þegar borað er víða, svo á endanum hef ég trú á því að olían geti fundist á svæðinu.“ Þetta segir Gunnlaugur Jónsson, stjórnarformaður í Kolvetnum ehf., en hann er viðmælandi Sigurðar Más í nýjasta viðskiptaþættinum. Meira

Viðskipti | mbl | 9.1 | 15:32

Héldu út fyrir landsteinana í olíuleit

Atlantic Petroleum hefur leitað að olíu í Atlantshafi.
Viðskipti | mbl | 9.1 | 15:32

Héldu út fyrir landsteinana í olíuleit

Það eru meira en 10 ár síðan mögulegt olíusvæði Færeyinga var opnað og fyrirtæki fóru að leita þar að olíu og gasi. Á þessum tíma hefur ekki enn tekist að finna neitt sem tekur því að bora eftir. Þrátt fyrir það hafa tvö fyrirtæki risið upp úr þessari leit sem hafa náð að finna olíu og vinna hana utan landsteinanna. Meira

Viðskipti | mbl | 8.1 | 19:16

Ekki hægt að neita

Drekasvæðið.
Viðskipti | mbl | 8.1 | 19:16

Ekki hægt að neita

Steingrímur J. Sigfússon, atvinnumála- og nýsköpunarráðherra, sagði í Speglinum í gær að þrátt fyrir sérleyfi til rannsókna og vinnslu kolvetnis væri ekki í hendi að leyfi fyrir frekari vinnslu og borunum fengist. Guðni A. Jóhannesson, orkumálastjóri segir að ekki sé hægt að neita fyrirtækjum um slíkt uppfylli þau öll skilyrði. Meira

Viðskipti | mbl | 4.1 | 17:08

Hverjir standa á bak við olíuleitina?

(F.v.) Ole Borten Moe, olíu- og orkumálaráðherra Noregs, Graham Stewart frá Faroe Petroleum, Kristján Jóhannsson, …
Viðskipti | mbl | 4.1 | 17:08

Hverjir standa á bak við olíuleitina?

Fimm fyrirtæki standa á bak við hópana sem fengu úthlutað leyfum til leitar og vinnslu kolvetnis á Drekasvæðinu í morgun. Meðal þeirra sem koma að félögunum eru Jón Helgi Guðmundsson í Byko, Mannvit, Olís, Verkís og hæstaréttarlögmaðurinn Gísli Baldur Garðarsson. Meira

Viðskipti | mbl | 4.1 | 14:05

Áratugur í raunverulegan árangur

Sérleyfi til rannsókna og vinnslu á Drekasvæðinu. Blátt: Valiant Petroleum ehf og Kolvetni ehf Rautt: …
Viðskipti | mbl | 4.1 | 14:05

Áratugur í raunverulegan árangur

Kjell Pedersen, framkvæmdastjóri norska ríkisolíufélagsins Petoro, segir að nægjanlegar vísbendingar um olíu á Drekasvæðinu svo það teljist mjög áhugavert til frekari rannsókna. Hann ítrekaði nauðsyn þess að horfa á olíuleit sem langhlaup þar sem tímaramminn væri í áratugum en ekki árum. Meira

Viðskipti | AFP | 2.1 | 13:42

Hækkandi olíuverð á nýju ári

Olíuverð fór hækkandi á mörkuðum í morgun.
Viðskipti | AFP | 2.1 | 13:42

Hækkandi olíuverð á nýju ári

Heimsmarkaðsverð olíu hækkaði í byrjun dags í kjölfar þess að samkomulag tókst á Bandaríkjaþingi um aðgerðir í ríkisfjármálum um áramótin. Brent Norðursjávarolía hækkaði um 91 sent og fór upp í 112,02 Bandaríkjadollara á tunnu og í New York hækkaði verðið um 1,23 dollara í 93,05 dollara á tunnu. Meira

Viðskipti | mbl | 10.10 | 13:21

Staðfesta olíufund við Írland

Borpallurinn Gullfaks C við strönd Noregs. Írar vona nú að þeir fái skerf af olíuhagnaði.
Viðskipti | mbl | 10.10 | 13:21

Staðfesta olíufund við Írland

Eftir áratuga þreifingar í olíuleit virðist sem Írland sjái loksins fram á að njóta ávaxta af verkefninu. Fyrirtækið Providence Resources Plc, sem skráð er bæði í Írlandi og Bretlandi, hefur staðfest fund á 280 milljónum tunna af olíu á Barryoe-svæðinu. Meira

Viðskipti | AFP | 14.8 | 16:40

Staðfesta fund á olíu við Brasilíu

Olíufyrirtækið Petrobras hefur staðfest miklar olíulindir undan ströndum Brasilíu.
Viðskipti | AFP | 14.8 | 16:40

Staðfesta fund á olíu við Brasilíu

Ríkisrekna olíufyrirtækið Petrobras staðfesti í dag að olíulindirnar sem hefðu fundist fyrr á árinu 230 kílómetra austur af Sao Paulo væri mjög umfangsmiklar, þó enn ætti eftir að fá nákvæma staðfestingu á heildarmagni af olíu á svæðinu. Meira

Viðskipti | AFP | 3.8 | 10:42

Olíuframleiðsla í Nígeríu í methæðum

Olíuborpallur í eigu Shell.
Viðskipti | AFP | 3.8 | 10:42

Olíuframleiðsla í Nígeríu í methæðum

Olíuvinnsla í Nígeríu hefur aldrei verið meiri og hefur heildarframleiðsla náð 2,7 milljónum tunna á dag að sögn yfirvalda. Hefur framleiðslan verið á stöðugri uppleið síðan 2009 þegar herskáum hópum var veitt sakaruppgjöf á óseyrasvæði landsins. Meira