Hagkvæmt að reka álver á Íslandi

Viðmælandi Sigurðar Más í Viðskiptaþættinum í dag er Ragnar Guðmundsson, forstjóri Norðuráls. Hann segir það hagkvæmt að reka álver á Íslandi og að hér hafi menn góð tök á framleiðslutækninni. Skilyrðin fyrir langtímarekstri álvera eru því góð hérlendis. „Við værum ekki að þessu nema við teldum reksturinn góðan,“ segir hann.

Ragnar segir að spár geri ráð fyrir að eftirspurn eftir áli muni tvöfaldast á næstu 20 árum og því sé gífurlega mikil þörf fyrir nýjar einingar á markaðinn. Þrátt fyrir niðursveifluna árið 2009 sé álverð í dag mun hærra en menn hafi áætlað fyrir nokkrum árum. Þannig hafi verið talað um 1.400 til 1.600 dollara á tonnið fyrir nokkrum árum, en í dag sé það um 2.000 dollarar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK