Nova hagnast um hálfan milljarð

Hagnaður Nova á síðasta ári nam hálfum milljarði. Liv Bergþórsdóttir …
Hagnaður Nova á síðasta ári nam hálfum milljarði. Liv Bergþórsdóttir er forstjóri félagsins. Styrmir Kári

Fjarskiptafyrirtækið Nova hagnaðist um 503 milljónir á síðasta ári, en heildartekjur voru 4,4 milljarðar og jukust úr 3,75 milljörðum árið áður. Viðskiptavinum fjölgaði um 13,3% á árinu og voru í lok þess tæplega 113 þúsund. Þetta kemur fram í ársreikningi félagsins.

Rekstrartekjur voru 4399 milljónir og jukust um 17%, en rekstrargjöld námu 3651 milljónum og jukust um 13%. Skuldir félagsins var 813 milljónir í lok ársins 2012, bókfært eigið fé 2063 milljónir og eiginfjárhlutfall 72%.

Nova setti 672 milljónir í fjárfestingar á árinu, en 3G net félagsins nær nú til 230 senda vítt og breitt um landið. Með því nær félagið til 93% af íbúafjölda landsins.

Laun stjórnar og framkvæmdastjórnar námu 67,5 milljónum á síðasta ári, en það er aukning um rúmar 11 milljónir milli ára.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK