Hringdu segir verð Farice óboðlegt

Játvarður Jökull Ingvarsson, forstjóri Hringdu
Játvarður Jökull Ingvarsson, forstjóri Hringdu

Fjarskiptafyrirtækið Hringdu hefur samið við fyrirtækið Greenland Connect um netsamband til Norður-Ameríku gegnum sæstreng fyrirtækisins. Með þessu mun Hringdu tvöfalda erlent útlandasamband sitt. Í tilkynningu frá félaginu gagnrýnir framkvæmdastjóri Hringdu sæstrengjafyrirtækið Farice, sem er eini tengiliður landsins við meginland Evrópu, fyrir mismunun á verði eftir því hver sé kaupandinn.

Játvarður J. Ingvarsson, framkvæmdastjóri Hringdu, segir að með fjölgun viðskiptavina hafi þurft að stækka útlandagáttina. „Við höfum frá því í lok síðasta árs unnið að því að ljúka samningaviðræðum um stækkun útlandasambandsins á sem skemmstum tíma. Verðið sem Farice býður er hreinlega þannig að ekki væri unnt að bjóða neytendum upp á þær verðbreytingar sem þyrftu að eiga sér stað ef þeirra þjónusta yrði fyrir valinu í þessari stækkun.“

Hann segir mismunun eiga sér stað eftir því hvort gagnamagn sé keypt fyrir netþjónustuaðila eða gangaver. „Greenland Connect var fýsilegasti kosturinn, þar sem að þeir bjóða hliðstæð verð á útlandasambandi til gagnavera og fjarskiptafyrirtækja á Íslandi, andstætt Farice.“

Hringdu sakar Farice um að mismuna kaupendum á gagnamagni til …
Hringdu sakar Farice um að mismuna kaupendum á gagnamagni til Evrópu eftir því hvort um gagnaver eða fjarskiptafyrirtæki er að ræða.
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK