Hlutabréf Eimskips á athugunarlista

Gylfi Sigfússon, forstjóri Eimskips, er á meðal þeirra sem kærðir …
Gylfi Sigfússon, forstjóri Eimskips, er á meðal þeirra sem kærðir voru til Sérstaks saksóknara Eggert Jóhannesson

Athugunarmerking hefur verið sett á hlutabréf Eimskipafélags Íslands vegna rannsóknar Samkeppniseftirlitsins á ólögmætu samráði félagsins og Samskipa og hugsanlegri misnotkun á markaðsráðandi stöðu.

Í tilkynningu frá Kauphöllinni er vísað til tilkynningar Eimskips í gær þar sem ásökunum um samráð var hafnað auk tilkynningar Samkeppniseftirlitsins þar sem staðfest er að rannsóknin standi yfir.

Er þetta gert á grund­velli ákvæðis í regl­um fyr­ir út­gef­end­ur fjár­mála­gern­inga á NAS­DAQ OMX Ice­land þar sem segir að bréf skuli sett á athugunarlista ef fyrir hendi eru aðstæður sem leiða af sér umtalsverða óvissu varðandi félagið eða verðmyndun verðbréfanna

Í reglunum segir að mark­miðið með at­hug­un­arlistanum sé að gefa merki til markaðar­ins um að sér­stak­ar aðstæður séu hjá fé­lag­inu eða hluta­bréf­um þess sem fjár­fest­ar ættu að gefa gaum.

Samkeppniseftirlitið hefur kært ellefu manns til embættis Sérstaks saksóknara vegna gruns um að fé­lög­in hafi um ára­bil haft með sér ólög­legt sam­ráð. Á meðal þeirra eru Gylfi Sig­fús­son, for­stjóri Eim­skips, og Ásbjörn Gísla­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Sam­skipa, sem nú stýr­ir Sam­skip Log­istic í Hollandi og Pálm­ar Óli Magnús­son, nú­ver­andi for­stjóri Sam­skipa.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK