665 milljóna þrot hjá félagi Jóns

Skútustaðir séð norður yfir Syðriflóa í Mývatn. Jón keypti Skútustaði …
Skútustaðir séð norður yfir Syðriflóa í Mývatn. Jón keypti Skútustaði í gegnum félagið Lykilhótel á árinu 1998. www.mats.is

Um 665 milljónum króna var lýst í eignalaust þrotabú félagsins Bör ehf., sem áður hét Lykilhótel ehf. Félagið var í eigu Jóns Ragnarssonar, og hélt áður utan um hótelrekstur en að sögn skiptastjóra búsins sá það um rekstur fasteigna þegar það fór í þrot.

Engar eignir fundust í félaginu fyrir utan yfirveðsetta fasteign. Það var lífeyrissjóður sem fór fram á skiptin en stærstu kröfuhafarnir voru Landsbankinn með 384 milljóna kröfu og Byggðastofnun með 213 milljóna kröfu.

Jón er m.a. eigandi Þingholtsstrætis 1, sem áður hýsti veitingastaðinn Caruso, en það vakti athygli á dögunum þegar eigendur veitingastaðarins neyddust til að loka eftir að Jón meinaði eigendum og starfsfólki aðgang að húsinu.

Tvö önnur félög

Félagið Bör ehf. er skráð að heimili Jóns í Seljugerði 12 en önnur félög sem skráð eru á sama heimilisfang og eru einnig í eigu Jóns eru Hótel Hof ehf. og Hótel Mývatn ehf. Síðarnefnda félagið var úrskurðað gjaldþrota þann 27. júní 2013 en gjaldþrotaúrskurðurinn var hins vegar felldur úr gildi þann 11. júní sama ár.

Félagið Hótel Mývatn ehf. sá áður um rekstur Lykilhótelsins Hótel Gígs á Mývatni, sem áður var Skútustaðaskóli. Hótelið var þó upprunalega keypt á árinu 1998 í gegnum félagið Lykilhótel ehf., þ.e. síðar hið gjaldþrota Bör ehf.

Í febrúar 2014 keypti félagið KHG European Hospitality Partners, Hótel Gíg á uppboði, en framseldi KEA hótelum síðar hótelið. KHG er í eigu Valdimars Jónssonar, sonar Jóns Ragnarssona

Þá hefur Jón komið víða við í hótelrekstri og er m.a. fyrrum rekstraraðili Hótels Valhallar og Hótels Arkar í Hveragerði. Ríkissjóður keypti Hótel Valhöll af Jóni árið 2002 á 200 milljónir króna.

Umboðsvik í starfi hjá Lykilhótelum

Jón var dæmdur fyrir umboðssvik í starfi sínu árið 2004 fyrir að hafa sem framkvæmdastjóri og stjórnarformaður Lykilhótela tekið 37 milljóna króna skuldabréfalán í nafni félagsins hjá Framkvæmdasjóði Íslands. Hann var síðan talinn hafa misnotað aðstöðu sína sem framkvæmdastjóri og stjórnarformaður Hótels Valhallar ehf. með því að veðsetja hótelið fyrir láninu og þar með bundið félagið og eigur þess í ábyrgð fyrir láni sem var ótengt starfsemi þess. Lánið var notað til að greiða upp gjaldfallnar afborganir, vexti og dráttarvexti vegna skulda Lykilhótela við Framkvæmdasjóð.

Hótel Örk í Hveragerði var áður í eigu Jóns.
Hótel Örk í Hveragerði var áður í eigu Jóns. Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK