Hver er Priscilla Chan?

Priscilla Chan er barnalæknir.
Priscilla Chan er barnalæknir. Mynd af Facebook síðu Mark Zuckerberg

Dr. Priscilla Chan er nýbökuð móðir og eiginkona Mark Zuckerberg, stofnanda Facebook. Hún er ekki gefin fyrir athygli og hefur því lítið verið í sviðsljósinu. Priscilla er barnalæknir og stofnaði nýlega grunnskóla sem samtvinnar menntun og heilsugæslu frá þriggja ára aldri. Skólinn nefnist The Primary School og mun einungis starfa í Kaliforníu til þess að byrja með en hann verður opnaður á næsta ári.

Chan hefur ásamt eiginmanni sínum gefið gríðarlega fjármuni til góðgerðarmála en þau reka sjóðinn Chan Zuckerberg Initiative. Í gegnum sjóðinn fjárfesta þau til lengri tíma, þ.e. 25, 50 eða 100 ára í verkefnum sem eiga að stuðla að bættri framtíð, hvort sem það tengist jafnrétti, náttúru, heilbrigðismálum, menntun eða vísindarannsóknum. Þá eiga samtökin einnig að vera virkur þátttakandi í opinberri umræðu um þessi málefni.

Í gær tilkynntu hjónin einnig að þau hyggjast gefa 99 prósent allra hlutabréfa sinnna í Facebook til góðferðarmála. Bréfin eru met­in á um 45 millj­arða Banda­ríkja­dala, eða sem sam­svar­ar 5.900 millj­örðum króna.

Útskrifaðist með hæstu einkunn

Líkt og áður segir er Chan ekki gefin fyrir athygli og hefur aðeins einu sinni veitt sjónvarpsviðtal auk þess sem hún setur sárasjaldan inn opinberar færslur á Facebook. Í viðtalinu ræddi Chan þó um barnæsku sína. Hún ólst upp í bænum Quincy í Massachusetts, rétt fyrir utan Boston.

Foreldrar hennar voru innflytjendur og komu til Bandaríkjanna í flóttamannabátum. Hún er elst þriggja systra en móðir hennar vann alltaf í tveimur störfum og var Priscilla sú fyrsta í fjölskyldunni sem fór í háskóla. Í viðtalinu rifjaði hún m.a. upp að afi hennar og amma hefðu ekki talað ensku og að hún hefði gjarnan verið túlkur fyrir þau.

Chan útskrifaðist úr Quincy menntaskólanum árið 2003 með hæstu einkunn og var hún kostin „snillingur árgangsins“ af bekkjarfélögum. Chan gekk í Harvard háskólann árin 2003 til 2007 þar sem hún hitti Mark Zuckerberg. Hún útskrifaðist með BA í líffræði og lærði einnig spænsku.

Þar á eftir flutti hún ásamt Zuckerberg til San Jose í Kaliforníu og sá um vísindakennslu fyrir átta og níu ára börn í Harker skólanum í eitt ár. 

Brennandi áhugi á heilbrigðismálum

Hún hóf síðan nám í læknisfræði í Háskólanum í Kaliforníu, í San Fransisco, árið 2008 og útskrifaðist um svipað leyti og hún giftist Zuckerberg, eða hinn 19. maí 2012, sama dag og Facebook var skráð á markað.

Hún lauk verklegu námi í barnalækningum í sumar. 

Miðað við menntunina hefur Chan eðlilega mikinn áhuga á heilbrigðismálum og hefur veitt mikla fjármuni til geirans. Hún hefur styrkt fjölmarga spítala og ásamt eiginmanni sínum gaf hún ríkissjúkrahúsinu í San Fransisco nýlega 75 milljónir dollara, eða tæpa 10 milljarða króna. Hún lauk einmitt verklegu námi á þeim spítala og fyrir fjármunina hefur verið byggð ný gjörgæsla og ný álma sem hýsir bráðadeild spítalans.

Líkt og áður segir stofnaði hún einnig The Primary School skólann, en hann er sá fyrsti sinnar tegundar. Börnin munu hefja skólagöngu þriggja ára og verður mikil áhersla lögð á andlegt og líkamlegt heilbrigði ásamt menntun.

Heimasíða The Primary School.

Í myndbandinu hér að neðan má sjá þau velta fyrir sér framtíð dóttur sinnar og annarra barna af hennar kynslóð:

A few weeks before Max’s birth, Priscilla and Mark took a morning to reflect and record their hopes for their daughter and all children of her generation.

Posted by Chan Zuckerberg Initiative on Tuesday, December 1, 2015
Hjónin Mark Zuckerberg og Priscilla Chan ásamt dóttur sinni Max.
Hjónin Mark Zuckerberg og Priscilla Chan ásamt dóttur sinni Max. AFP
Priscilla leggur drög að The Primary School.
Priscilla leggur drög að The Primary School. Mynd af Facebook síðu Pricillu Chan
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK