42% ferðamanna í óskráðri gistingu

Ferðamenn í Reykjavík. Miðað við útreikninga greiningardeildar Arion banka eru …
Ferðamenn í Reykjavík. Miðað við útreikninga greiningardeildar Arion banka eru um 42% af gistinóttum hér á landi óskráðar. mbl.is/Styrmir Kári

Áætla má að 42% af gistinóttum ferðamanna hér á landi hafi verið óskráðar, en það þýðir að viðkomandi hefur ekki gist á hóteli, tjaldsvæði, hosteli eða öðrum skráðum gististað, en þess í stað notast við deilihagkerfið, óskráða gistingu í húsbílum eða tjaldað í óbyggðum. Þetta kom fram á kynningarfundi Arion banka í dag um ferðaþjónustuna, en greiningardeild bankans gaf í dag út árlega ferðaþjónustuúttekt sína.

Munar miklu á því sem er skráð og það sem ferðamenn segja

Greiningardeildin skoðaði tölur um skráðar gistinætur, en þar kemur fram að hver ferðamaður ver að jafnaði 4,5 gistinóttum á landinu öllu síðustu fimm ár. Á móti hafa kannanir Ferðamálastofu, þar sem ferðamenn eru spurðir út í ferðavenjur sínar, bent til þess að hver ferðamaður eyði að jafnaði 7,6 nóttum á landinu öllu. „Sé tekið tillit til þess má því áætla að 42% af gistinóttum 2015 hafi verið óskráðar og farið fram m.a. í gegnum deilihagkerfið,” segir í skýrslunni.

Graf/Arion banki

 Vísað er í ferðamálapúls Ferðamálastofu, en þar kom nýlega fram að 20% ferðamanna kjósi að nota Airbnb þjónustuna sem gistimáta. Greiningardeildin bendir á að nýtingarhlutfall hjá virkum Airbnb eignum sé nokkuð hátt eða yfir 60% að jafnaði yfir árið. Hafa skráðar eignir þar aukist mikið og fóru úr því að vera 2.353 í ágúst á síðasta ári upp í um 3.200 í júlí á þessu ári.

Verður af 220 milljónum í gisitnáttaskatt

Í skýrslu greiningardeildarinnar kemur fram að hlutfall óskráðrar gistingar, sé hún skoðuð með þessari aðferð, hafi lítið breyst undanfarin sex ár og hafi verið á bilinu 39-42%. Til samanburðar hefur hótelgisting hér á landi verið á bilinu 26-30% á þessum árum og önnur skráð gisting á bilinu 29-32%.

Gistináttaskattur er 100 krónur á hverja gistieiningu og skilar um 300 milljónum. Ef 42% gistingar er óskráð má því gera ráð fyrir að um 220 milljónir séu ekki að skila sér til ríkissjóðs í formi skattsins.

Óskráðar íbúðir á Airbnb og önnur óskráð gisting telur fyrir …
Óskráðar íbúðir á Airbnb og önnur óskráð gisting telur fyrir um 42% af gistinóttum hér á landi. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK