Lækka vextir aftur í júní?

Hvað gerist 14. júní?
Hvað gerist 14. júní? mbl.is/Golli

Frekari styrking krónunnar hefur líkilega skapað svigrúm til vaxtalækkunar hjá Seðlabankanum í júní. Hvað verður í haust er erfiðara að segja en greiningardeild Arion banka segir ekki horfur á stórvægilegum breytingum þá.

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands tilkynnti í morgun um 0,25 prósentustiga lækkun meginvaxta Seðlabankans og eru þeir nú 4,75%.

Peningastefnunefndin rökstyður ákvörðun sína a miklu leyti með styrkingu gengis krónunnar sem hefur vegið á móti verðbólguþrýstingi af innlendum toga og spennu í þjóðarbúskapnum. Spá Seðlabankans gerir þó áfram ráð fyrir lítilli verðbólgu og gengi krónunnar hefur nú þegar styrkst frá því að hún var gerð.

Í samantekt greiningardeild Arion banka segir að svigrúm sjálfbærrar gengisstyrkingar, ef það er enn til staðar, fari sífellt minnkandi enda raungengi krónunnar í hæstu hæðum. „Þannig gætu vextir hækkað lítillega í haust eða á næsta ári ef áhrif gengisstyrkingar taka að fjara út,“ segir í samantekt greiningardeildarinnar.

Hægir á styrkingu krónunnar fyrr eða síðar

Greiningardeildin telur meiri en minni líkur á að vextir verði aftur lækkaðir um 0,25 prósentustig þann 14. júní þegar að nefndin hittist næst þá sérstaklega ef að krónan styrkist eða haldist stöðug næstu vikur.

Þá er það mat deildarinnar að fyrr eða síðar muni hægja á styrkingu krónunnar, „enda er raungengi krónunnar nú þegar að komast í hæstu hæðir.“

Greiningardeildin hefur nokkrar efasemdir um að hagkerfið getið staðið undir raungengi krónunnar þar sem það er í dag og hvað þá hvernig Seðlabankinn spáir að það muni þróast til ársins 2019. Vitnað er í spánna þar sem er t.d. gert ráð fyrir því að raungengi miðað við launakostnað hækki um 33% á þremur árum, sem rýrir verulega samkeppnishæfni útflutningsgreina.

„Þessu tengt höfum við einnig efasemdir um að hátt gengi krónunnar muni ekki rýra viðskiptajöfnuðinn meira en Seðlabankinn spáir. Verði það raunin að gengið sé að yfirskjóta mun það á einhverjum tíma ganga til baka sem eykur verðbólgu sem aftur leiðir til hækkunar nafnvaxta. Hvenær það myndi gerast er ómögulegt að segja til um.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK