Vissi ekki hver keypti

Seðlabanki Íslands
Seðlabanki Íslands mbl.is/Ómar Óskarsson

Seðlabankinn vissi ekki hverjum hann seldi 6% hlut í Kaupþingi í október í fyrra, að því er Már Guðmundsson seðlabankastjóri upplýsir í skriflegu svari til Morgunblaðsins. Hæsta tilboði hafi verið tekið. Bankinn var fyrir söluna sjötti stærsti eigandi Kaupþings.

Fram kom í ViðskiptaMogganum í gær að Seðlabankinn hefði ekki vitað fyrir söluna að þá þegar hefði Deutsche Bank fallist á að greiða Kaupþingi um 400 milljónir evra, eða um 52 milljarða króna á núverandi gengi, í formi sáttagreiðslu. Þegar upplýst var um viðskiptin hækkuðu bréfin um liðlega 30% á eftirmarkaði. Hins vegar hafði Kaupþing, í opinberum gögnum, gert grein fyrir því að ágreiningsmál við Deutsche Bank, er varðaði mikilsverða fjárhagslega hagsmuni, biði úrlausnar.

Bréf Seðlabankans voru seld í opnu söluferli fyrir milligöngu fjármálafyrirtækisins Morgan Stanley og allir sem uppfylltu almenn skilyrði gátu gert kauptilboð, að sögn Más.

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Bloggað um fréttina

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir