Dunkin' ætlar að opna fleiri staði

Frá Dunkin' Donuts á Laugavegi sem var lokað í dag.
Frá Dunkin' Donuts á Laugavegi sem var lokað í dag. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

„Við ætlum að halda áfram að byggja upp vörumerki Dunkin' og markmiðið er að opna fleiri staði inni í og við verslanir 10-11,“ segir Sigurður Karlsson, framkvæmdastjóri Dunkin’ Donuts á Íslandi. 

For­svars­menn Dunk­in' Donuts á Íslandi hafa tekið ákvörðun um að loka staðnum á Lauga­vegi frá og með deginum í dag. Var ástæðan sú að staðurinn var rekinn með tapi, einkum vegna hás húsnæðiskostnaðar.

„Við vildum láta reyna á að opna í stóru húsnæði,“ segir Sigurður. „Fjöldi viðskiptavina var í takti við væntingar, og jafnvel aðeins meiri, en það er erfitt að reka kaffihús á 350 fermetrum. Sala á hvern viðskiptavin var of lág til að staðurinn stæði undir sér.“

Þegar fyrsti Dunkin' Donuts var opnaður hér á landi stefndi fyrirtækið að því að opna í heildina 16 staði á fimm árum. Sigurður segist ekki geta fullyrt hversu margir þeir verði á endanum, en ítrekar að fleiri staðir verði opnaðir. Þá sagði hann of snemmt að segja til um hvar og hvenær næsti staður yrði opnaður. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK