Markaður fyrir 5 stjörnur á Íslandi

Lilja Karen Steinþórsdóttir sem hefur yfirsjón yfir Diamond Suites og …
Lilja Karen Steinþórsdóttir sem hefur yfirsjón yfir Diamond Suites og Steinþór Jónsson hótelstjóri.

„Það er mjög ánægjulegt að Ísland skuli vera að taka við sér í lúxusgistingu. Þessi aukning mun styrkja okkur frekar en veikja. Nú getur fólk farið að stóla á Ísland sem lúxusáfangastað,“ segir Steinþór Jónsson, eigandi og hótelstjóri á Hótel Keflavík og Diamond Suites.

Morgunblaðið greindi í gær frá því að nýtt fimm stjörnu lúxushótel hefði verið opnað í Bláa lóninu á páskadag. Tvö ár eru síðan Steinþór og fjölskylda hans opnuðu Diamond Suites á efstu hæð Hótels Keflavíkur þar sem gestir geta gengið að íburðarmiklum lúxussvítum og fyrsta flokks þjónustu. Eftirspurn virðist vera eftir slíkri gistingu. Steinþór fagnar því að fleiri komi inn á markaðinn og lítur björtum augum fram á veginn.

Vilja aðeins það besta

„Sumarið lítur vel út en það er líka mjög jákvætt að fólk er farið að koma á öllum tímum ársins. Það styrkir okkur að tímabilið lengist,“ segir hótelstjórinn sem er að hefja endurbætur á hótelinu. Eldhúsið fær yfirhalningu og opna á nýjan veitingastað sem stenst kröfur fimm stjörnu gestanna auk þess sem taka á sex herbergi á Hótel Keflavík í gegn.

„Það hefur reynst vera þörf fyrir fimm stjörnu hótel. Það eru aðilar sem koma og vilja aðeins það besta sem í boði er hverju sinni. Það er líka skemmtilegt frá að segja að gestir á Diamond Suites dvelja lengur en gestirnir á fjögurra stjörnu hótelinu, allt frá þremur dögum og upp í viku. Margir vilja vera við flugvöllinn, vita kannski af vélinni sinni uppi á velli. Það skiptir engu máli hvort það er frægt fólk eða prins frá Sádi-Arabíu eða hvaðeina. Þessir gestir hafa allir verið mjög sáttir með móttökurnar enda færðu hvergi eins fjölskyldustemningu og hjá okkur. Það gerir meira fyrir mig að heyra að þetta fólk sé ánægt en þegar það gengur frá greiðslunni.“

Diamond Suites í Keflavík.
Diamond Suites í Keflavík.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK