11% fleiri farþegar en í fyrra

Eftirspurn bókana með skömmum fyrirvara er sögð hafa verið minni …
Eftirspurn bókana með skömmum fyrirvara er sögð hafa verið minni en áætlað var. mbl.is/Árni Sæberg

Icelandair flutti um 488 þúsund farþega í júní og voru þeir 11% fleiri en í sama mánuði á síðasta ári. Sætanýting jókst þá á sama tíma frá 83,7% í 85,4%, þrátt fyrir að framboð sæta hafi einnig verið aukið um 11%.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair Group. Segir þar einnig að fjöldi seldra gistinátta á hótelum félagsins hafi aukist um 5% saman borið við júní í fyrra. Herbergjanýting hafi hins vegar minnkað, hafi nú verið 80,0% miðað við 84,5% á síðasta ári.

Afbókunum hópa fjölgað

Eftirspurn bókana með skömmum fyrirvara hafi þá verið minni en áætlað var ásamt því að meira hafi verið um afbókanir hópa en á sama tíma í fyrra.

Farþegar flugfélagsins Air Iceland Connect, sem áður nefndist Flugfélag Íslands, voru 33 þúsund í júní samkvæmt tilkynningunni og fjölgaði um 9% á milli ára, en framboð félagsins var aukið um 11% samanborið við júní árið 2015. Enn fremur hafi sætanýting numið 66,8% og aukist um 0,3 prósentustig á milli ára.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK