Hætta sérferðum til Grænlands

Frá Grænlandi.
Frá Grænlandi. mbl.is/RAX
Íslenska ferðaþjónustufyrirtækið Íslenskir fjallaleiðsögumenn hefur hætt sérferðum sínum til Grænlands í bili og er fyrirtækið í endurskipulagningu á þeim rekstri. Kom til uppsagna og var þremur sölumönnum sagt upp ásamt öðrum starfsmönnum sem hafa sinnt þjónustuhlutverkum í ferðum til Grænlands.
Íslenskir fjallaleiðsögumenn þjónusta 70-80 þúsund ferðamenn á ári og starfa um 120 manns við kjarnaþjónustu fyrirtækisins. Hátt í 250 starfsmenn vinna þar á sumrin. Ágústmánuður var metmánuður hjá fyrirtækinu en þrátt fyrir það stendur yfir endurskipulagning á ferðum fyrirtækisins til Grænlands. Íslenskt rekstrarumhverfi, sterkt gengi krónunnar og launakostnaður gera það að verkum að erfitt er að reka slíka þjónustu erlendis.

„Við erum í endurskipulagningu á þeim rekstri. Við erum ennþá með bækistöðvar á Grænlandi og starfsemi en við höfum hins vegar verið að taka til í þeim söluvörum sem við vorum með,“ segir Arnar Bjarnason, framkvæmdastjóri Íslenskra fjallaleiðsögumanna, en tekur þó fram að Grænlandsstarfsemin sé lítill hluti af heildarstarfsemi fyrirtækisins.

Íslenskur launakostnaður miklu meiri

„Gengi krónunnar hefur gert það að verkum að það er erfitt að reka þjónustu á Grænlandi frá Íslandi á samkeppnisgrundvelli. Það getur verið að við förum með þessa starfsemi til Grænlands og rekum hana undir danskri kennitölu. Það er allt opið í því,“ segir Arnar við Morgunblaðið. „Við erum í raun að laga fyrirtækið að breyttu rekstrarumhverfi með því að bjóða upp á dagsferðir og lengri ferðir á Íslandi.“ Spurður hvort þessi endurskipulagning hafi átt sér langan aðdraganda segir Arnar svo vera. „Síðasta ár var erfitt. Við erum í þessum breytingafasa og erum að laga okkur að breytingum á markaði,“ segir Arnar.

„Launakostnaður íslenskra leiðsögumanna er mun meiri en evrópskra leiðsögumanna. Laun hafa hækkað um 70% frá 2011, eða um 10% á ári að meðaltali ef horft er á launavísitöluna. Það er hægt að fá leiðsögumenn frá Evrópu sem kosta helminginn af því, jafnvel einn þriðja. Það er rosalega mikill munur. Við getum ekki rekið þetta út frá íslenskum forsendum,“ segir Arnar, en á Grænlandi hafa Íslenskir fjallaleiðsögumenn verið í samkeppni við fyrirtæki tengd dönsku og grænlensku atvinnulífi auk ferðaskrifstofa frá Bandaríkjunum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK