Berglind Rán mun gegna stöðu framkvæmdastjóra

Berglind Rán Ólafsdóttir tekur tímabundið við starfi framkvæmdastjóra ON.
Berglind Rán Ólafsdóttir tekur tímabundið við starfi framkvæmdastjóra ON. Ljósmynd/Aðsend

Berglind Rán Ólafsdóttir, forstöðumaður fyrirtækjamarkaða Orku náttúrunnar, mun gegna starfi framkvæmdastjóra fyrirtækisins tímabundið en ekki Þórður Ásmundsson, forstöðumaður tækniþróunar, eins og áður hafði verið greint frá. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu í dag.

Fyrir helgi var greint frá því að framkvæmdastjóra félagsins, Bjarna Má Júlíussyni, hefði verið sagt upp störfum vegna óviðeigandi framkomu hans gagnvart samstarfsfólki. Var um leið tilkynnt um að Þórður tæki tímabundið við starfi framkvæmdastjóra meðan auglýst væri eftir nýjum framkvæmdastjóra.

Berglind er sameindalíffræðingur með MBA-próf frá IESE í Barcelona. Hún kom til starfa hjá Orku náttúrunnar fyrir ári og hafði þá meira en áratugarreynslu af viðskiptaþróun meðal annars hjá Landsvirkjun, Medis og Íslenskri erfðagreiningu.

mbl.is

Myntbreyta

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  CHF
  JPY

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir