Ghosn rekinn frá Nissan

Carlos Ghosn.
Carlos Ghosn. AFP

Stjórn japanska bílaframleiðandans Nissan hefur rekið Carlos Ghosn úr embætti stjórnarformanns en hann var handtekinn fyrr í vikunni grunaður um fjársvik í starfi. Ghosn, sem er 64 ára gamall, hefur stýrt Nissan í tæpa tvo áratugi.

Ghosn er sakaður um að hafa ekki gefið réttar upplýsingar um laun sín auk annarrar fjármálaóreiðu í starfi. Innri endurskoðun Nissan hafði rannsakað mál stjórnarformannsins í nokkrar vikur eftir að uppljóstrari hafði samband við stjórnendur fyrirtækisins og veitti upplýsingar um fjármál Ghosn.

Málið getur haft víðtæk áhrif á bílaiðnaðinn og er allt á huldu um framhald samstarfs þriggja bílaframleiðenda, Nissan, Renault og Misubishi Motors. Samanlagt seldu þau 10,6 milljónir bifreiða í fyrra sem er meira en nokkurt annað fyrirtæki.

Ghosn var hugmyndasmiðurinn á bak við bandalagið og límið sem hélt því saman, segir í fréttum japanskra fjölmiðla. 

Saksóknarar létu handtaka Ghosn þegar hann lenti á einkaþotu í Tókýó á mánudag. Er hann sakaður um að hafa vantalið laun sín um 44 milljónir Bandaríkjadala á tímabilinu júní 2011 til júní 2015. Ghosn er haldið í Tókýó og hefur ekkert heyrst frá honum síðan hann var handtekinn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK