Rannsókn á málum Björns Inga lokið

Björn Ingi Hrafnsson.
Björn Ingi Hrafnsson. mbl.is/Árni Sæberg

Rannsókn skattrannsóknarstjóra á málum Björns Inga Hrafnssonar fjölmiðlamanns er lokið og embættið hyggst ekki ráðast í frekari aðgerðir.

Björn Ingi greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni og birtir með bréf til hans frá skattrannsóknarstjóra sem honum barst í gær.

Greint var frá því í fyrra að eignir Björns Inga hefðu verið kyrrsettar af sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu að kröfu tollstjóra. 

Björn Ingi segist munu skoða næstu skref með lögmanni sínum, enda hafi undanfarin misseri ekki verið auðveld og tjónið mikið. „En allt er gott sem endar vel. Dag er farið að lengja og landið er að rísa,“ skrifar hann.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK