Allt flug WOW air stöðvað

Öllu flugi WOW air hefur verið aflýst.
Öllu flugi WOW air hefur verið aflýst. mbl.is/Eggert Jóhannesson

WOW air er á lokametrunum að klára hlutafjáraukningu við nýjan eigendahóp á félaginu. Allt flug hefur verið stöðvað þangað til þeir samningar verða kláraðir. Nánari upplýsingar verða gefnar kl. 9. Félagið þakkar farþegum fyrir stuðninginn og biðst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta veldur. Þetta kemur fram í tilkynningu sem WOW air sendi frá sér í nótt.

Þetta þýðir að engar vélar WOW eru á leiðinni til landsins frá Bandaríkjunum né Kanada þennan morguninn og öllu flugi á vegum WOW frá Íslandi þennan morguninn aflýst, að því er fram kemur á vef Isavia.

Á vef Isavia kemur fram að öllu flugi WOW air hefur verið aflýst um Keflavíkurflugvöll í dag en sex vélar áttu að koma frá Bandaríkjunum og Kanada snemma í morgun. Það þýðir að Evrópuflug WOW fer ekki af stað að nýju frá Íslandi fyrr en þær koma til Íslands.

Á vefnum Flight Global kemur fram að farþegar sem áttu bókað flug með WOW air í dag eiga að geta bókað sig í flug með félaginu síðar eða að fá að fullu endurgreitt. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK