Trump tapaði 143 milljörðum

Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump.
Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump. AFP

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tapaði 1,17 milljörðum Bandaríkjadala, 143 milljörðum króna, á tíu ára tímabili og tapið er það mikið að hann þurfti ekki að greiða tekjuskatt í átta af árunum tíu. Fáir bandarískir skattgreiðendur hafa tapað jafn háum fjárhæðum og Trump á þessum tíma. Þetta kemur fram í umfjöllun New York Times í gær.

Upplýsingarnar eru fengnar úr skattskýrslum Trumps en samkvæmt skýrslunni frá árinu 1985 tapaði hann 46,1 milljón dala og er það einkum tilkomið af rekstri eins og spilavítum, hótelum og leigu á íbúðum. 

Næstu tíu árin hélt tapið áfram og árið 1994 var uppsafnað tap Trumps 1,17 milljarðar dala, samkvæmt frétt Times. 

Fréttin er birt daginn eftir að fjármálaráðherra Bandaríkjanna, Steven Mnuchin, neitaði þingmönnum demókrata um að fá aðgang að skattskýrslum Trumps.

Frétt NYT

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK