Enn stefnt að skuldalækkun

Skuldir ríkisins hafa minnkað mikið síðustu ár.
Skuldir ríkisins hafa minnkað mikið síðustu ár. mbl.is/Arnþór

Skuldir ríkissjóðs munu áfram lækka, en þó hægar en upphaflega var gert ráð fyrir, samkvæmt breyttri fjármálaáætlun sem lögð var fram á alþingi í dag. Í stað þess að hlutfallið fari niður í 20,9% árið 2022 er nú gert ráð fyrir að það verði 22,4% enda verði afgangur að rekstri ríkissjóðs minni en áður var lagt upp með.

Rík­is­sjóður verður rek­inn ná­lægt núlli næstu tvö ár, í stað 30 millj­arða ár­legs af­gangs. Tekj­ur rík­is­ins verða sam­kvæmt til­lög­unni 25 millj­örðum króna lægri en áður var gert ráð fyr­ir, og helst svo hvert ár svo langt sem áætl­un­in nær. Sömu­leiðis er gert ráð fyr­ir að út­gjöld rík­is­ins auk­ist um níu millj­arða á næsta ári sam­an­borið við fyrri áætl­un og skýrist það af 11 millj­arða hækk­un í at­vinnu­leys­is­trygg­inga­sjóð og ábyrgðasjóð launa, sem viðbúið er að meira muni mæða á. Árin 2022-2024 á heildarafkoma ríkisins þó að vera jákvæð um 11, 11 og 14 milljarða.

Farið er í ýmsar aðgerðir til að ná endum saman og ekki eru allar þeirra hreinar aðhaldsaðgerðir. Þannig er hlutdeild HHÍ í byggingu húss íslenskunnar aukin og arðgreiðslur ÁTVR auknar um einn milljarð á ári. Báðar aðgerðirnar eiga það sammerkt að fegra stöðu ríkissjóðs þó í raun sé fé aðeins fært úr einum vasa hans í hinn.



mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK