Tölvutek hættir rekstri

Tölvutek var með verslun í Hallarmúla í Reykjavík.
Tölvutek var með verslun í Hallarmúla í Reykjavík. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Eftir 12 ár í rekstri þykir okkur leiðinlegt að tilkynna að af óviðráðanlegum ástæðum verða verslanir Tölvutek lokaðar frá og með 24.júní 2019.“ Frá þessu greinir verslunin Tölvutek á Facebook-síðu sinni í dag.

Þegar reynt er að hringja í símanúmer fyrirtækisins fæst aðeins upplýst að verslanir fyrirtækisins hafi lokað og að frekari upplýsingar séu að finna á Facebook-síðu Tölvuteks. Ekki hefur tekist að hafa upp á forsvarsmönnum fyrirtæksins.

Þessi skilaboð má nú sjá á Facebook-síðu Tölvuteks.
Þessi skilaboð má nú sjá á Facebook-síðu Tölvuteks.

Tekið er fram, að næstu daga verði hægt að senda til þeirra skilaboð á Facebook-spjallinu. Tölvutek muni gera sitt besta til að leysa úr öllum málum. 

„Þetta er búið að vera einstakt ferðalag og við þökkum viðskiptavinum okkar fyrir viðskiptin og einstaka velvild í okkar garð frá upphafi, takk fyrir okkur,“ segir í færslunni. 

Fram kemur, að starfsfólk fyrirtækisins verði í símasambandi næstu daga við þá viðskiptavini sem eigi tölvubúnað í viðgerð og séð verði um að koma búnaði til þeirra.

Þá er tekið fram, að pantanir sem hafi verið greiddar með greiðslukorti eða greitt.is en ekki afhentar, þá skuli viðskiptavinir setja sig strax í samband við viðkomandi greiðsluaðila og fá færsluna fellda niður ef vara hefur ekki verið afhent eða greiðsla þegar verið felld niður.

Heimasíða fyrirtækisins. 

Þar kemur fram, að Tölvutek sé einn stærsti dreifingar- og söluaðili á tölvum og tölvubúnaði til einstaklinga og smærri fyrirtækja á Íslandi. Fyrirtækið sé með verslanir, fyrirtækja og þjónustusvið í einni stærstu tölvuverslun landsins Hallarmúla 2 Reykjavík og Undirhlíð 2 Akureyri. Þá kemur fram að 50 starfsmenn starfi hjá Tölvutek.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK