Skuldabréfaútboð vekur spurningar

Kvika stefnir að því að sameina starfsemi GAMMA við dótturfélag …
Kvika stefnir að því að sameina starfsemi GAMMA við dótturfélag sitt, Júpiter rekstrarfélag hf. mbl/Arnþór Birkisson

Sigurður Viðarsson, forstjóri tryggingafélagsins TM, segir í Morgunblaðinnu í dag, að það sé grafalvarlegt mál að fasteignafélagið Upphaf, sem er í eigu fasteignasjóðsins GAMMA: Novus, sem nú hefur misst á skömmum tíma nær allt sitt eigið fé, sem sagt er að hafi um síðustu áramót verið um 5,2 milljarðar króna, hafi farið í skuldabréfaútboð í maí síðastliðnum þar sem stöðunni var lýst sem allt annarri.

„Þetta kemur okkur verulega á óvart því þessi sami sjóður (sem Kvika, eigandi GAMMA, tilkynnti um í gær að væri í umtalsvert verri stöðu en gert hefði verið ráð fyrir) var að selja skuldabréf í maí á þessu ári þar sem stöðunni var lýst sem allt annarri,“ segir Sigurður.

Spurður að því hvort þetta sé eitthvað sem þurfi að skoða nánar, segir Sigurður að það verði sjálfsagt skoðað og allt í kringum þessi viðskipti, eins og hann orðar það. „Ég myndi halda að skuldabréfaeigendur myndu allavega vilja skoða málið vel,“ segir hann.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK