Samdráttur milli ára 3,1%

Nýtt hótel, Marriott-hótelið sem er í byggingu við hlið Hörpu.
Nýtt hótel, Marriott-hótelið sem er í byggingu við hlið Hörpu. mbl.is/Hari

Heildarfjöldi greiddra gistinátta dróst saman um 3,1% á milli áranna 2018 og 2019 samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofu Íslands.

Þær voru rúmlega 10 milljónir árið 2019 en tæplega 10,4 milljónir árið 2018. Gistinætur á hótelum og gistiheimilum drógust saman um 1,3%, á gististöðum sem miðla gistingu í gegnum Airbnb og svipaðar síður varð 10,8% samdráttur og 1,9% samdráttur á öðrum tegundum gististaða (farfuglaheimilum, tjaldsvæðum o.s.frv.).

4,6% samdráttur á gistinóttum í desember

Heildarfjöldi greiddra gistinátta í desember síðastliðnum dróst saman um 4,6% samanborið við desember 2018. Gistinóttum á hótelum fjölgaði um 1% á meðan 11% samdráttur var á gistiheimilum. Á öðrum tegundum gististaða (farfuglaheimilum, íbúðagistingu o.s.frv.) drógust gistinætur saman um 6% en um 19% á stöðum sem miðla gistingu í gegnum Airbnb og svipaðar síður.

Greiddar gistinætur ferðamanna á öllum gististöðum voru um 504.000 í desember síðastliðnum en þær voru um 528.200 í sama mánuði árið áður. Gistinætur á hótelum og gistiheimilum voru 352.700, þar af 304.700 á hótelum. Gistinætur í íbúðagistingu, farfuglaheimilum o.þ.h. voru um 87.300 og um 64.000 á stöðum sem miðla gistingu í gegnum vefsíður á borð við Airbnb.

Gistinóttum á hótelum fjölgaði um 1%

Gistinætur á hótelum í desember síðastliðnum voru 304.700, sem er 1% aukning frá sama mánuði árið áður. Gistinóttum á hótelum á Norðurlandi fækkaði um 23% en þeim ýmist fjölgaði eða héldust óbreyttar á öðrum landsvæðum. Um 67% allra hótelgistinátta voru á höfuðborgarsvæðinu, eða 204.300.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK