Tíu pakkar hið minnsta (Hlaðvarp)

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Þeir verða örugglega yfir tíu því vinna okkar stjórnmálamanna næstu misseri er að bregðast við þeirri stöðu sem upp er komin.“ Þetta segir Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar-, og nýsköpunarráðherra, þegar hún er spurð út í hversu marga aðgerðapakka ríkisstjórnin muni þurfa að kynna á komandi mánuðum vegna þess ástands sem nú er uppi í íslensku efnahagslífi.

Hún segir þá staðreynd að aðgerðapakkarnir verða margir, og að aðgerðirnar munu vara yfir lengra tímabil, undirstrika að fólk og fyrirtæki megi ekki bíða um of eftir næstu aðgerðum og fresta ákvörðunum af þeim sökum.

Þórdís er viðmælandi í Viðskiptapúlsinum, hlaðvarpi ViðskiptaMoggans sem nú hefur verið birtur og hlusta má á hér að neðan.

Reynist ráðherra sannspár á ríkisstjórnin eftir að kynna að minnsta kosti átta aðgerðapakka til bjargar íslensku efnahagslífi í kjölfar kórónuveirufaraldursins.

Segir Þórdís verkefnið gríðarlegt að vöxtum og að sumum fyrirtækjum verði ekki bjargað, hversu umfangsmiklar sem aðgerðir stjórnvalda verði. Hætt sé við að mjög fáir ferðamenn muni leggja leið sína til landsins nú í ár.

Flugstöðin í Keflavík er í eigu Isavia sem er opinbert …
Flugstöðin í Keflavík er í eigu Isavia sem er opinbert hlutafélag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Vill fjárfesta að flugvellinum

Ráðherra segir stjórnvöld fylgjast náið með framvindu mála á vettvangi Icelandair Group og þá sé ljóst að staða Isavia sé einnig áhyggjuefni. Hennar skoðun sé sú að styrkja mætti stöðu Keflavíkurflugvallar með því að fá einkafjárfesta sem hefðu reynslu af rekstri alþjóðaflugvalla erlendis sem minnihlutaeigendur að vellinum. Hún tekur þó fram að það sé ekki hluti af stefnu stjórnvalda að svo stöddu.

Fréttin hefur verið uppfærð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK