Samdráttur í áfengissölu allt að 90 prósent

Hrun hefur orðið í áfengissölu á veitingastöðum á liðnum vikum.
Hrun hefur orðið í áfengissölu á veitingastöðum á liðnum vikum. mbl.is/​Hari

Miklar breytingar hafa orðið á sölu áfengis á síðustu vikum í kjölfar kórónuveirufaraldursins. Samkomubann og lokun landamæra hafa breytt neyslu og hegðun landsmanna. Morgunblaðið greindi frá því á dögunum að sala hefði aukist í Vínbúðunum um tæp 28% í apríl miðað við sama mánuð í fyrra. Á sama tíma dróst sala í komuverslun Fríhafnarinnar saman um 98%.

Þegar horft er til veitingamarkaðarins er óhætt að tala um hrun. Mikill meirihluti veitinga- og skemmtistaða hefur verið lokaður og stórir birgjar hafa þurft að taka á móti endursendingum áfengis til að styðja rekstur staðanna. Áætla má að í venjulegu árferði fari um fjórðungur af áfengissölu fram á veitingamarkaði.

Tilfærsla á markaðinum

Í samtölum við forsvarsmenn tveggja stærstu birgjanna, Ölgerðarinnar og CCEP, kemur fram að salan hafi vissulega hrunið á veitingamarkaði og í Fríhöfninni en bjartari tímar séu fram undan.

„Í heild sinni og frá samkomubanni má segja að um algjört hrun sé að ræða. Það má áætla um 85-90% samdrátt á þessu tímabili. Við höfum verið að sjá ákveðinn hluta veitingamarkaðar koma eitthvað til baka en þetta er ennþá mjög lítið til samanburðar við fyrra ár. Inni í þessu eru hótel en þau hafa verið að kaupa töluvert af áfengi en það er auðvitað lítið að fara þangað í því ástandi sem nú ríkir,“ segir Gunnar B. Sigurgeirsson, aðstoðarforstjóri Ölgerðarinnar.

Undir þetta tekur Áki Sveinsson, markaðsstjóri áfengra drykkja hjá CCEP á Íslandi. „Bjórsala er aðeins undir í ár ef við berum saman t.d. mars og apríl í ár miðað við sömu mánuði í fyrra en áhrifin eru enn neikvæðari ef við skoðum sölu á léttu og sterku víni. Áfengissala í ÁTVR hefur vissulega tekið ákveðinn kipp en á móti vantar alveg söluna í Fríhöfninni og svo hefur salan minnkað mikið og jafnvel hrunið á veitingamarkaði. Það er alveg ljóst að vöntun ferðamanna hefur líka töluverð neikvæð áhrif á söluna, sérstaklega á veitingamarkaði,“ segir hann.

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK