Spotify tryggir sér hlaðvarpsþátt Joe Rogan

Joe Rogan.
Joe Rogan. AFP

Spotify hefur tryggt sér einkaréttinn á The Joe Rogan Experience, hlaðvarpsþáttunum sem hefur verið hlaðið niður mest allra í Bandaríkjunum.

Ekki kemur fram í tilkynningu sænsku streymisveitunnar hvað hún greiddi fyrir þættina en samkvæmt Wall Street Journal nam upphæðin yfir 100 milljónum dollara, eða um 14,3 milljörðum króna. Samningurinn er til margra ára og verða þættirnir bæði í boði fyrir viðskiptavini Spotify sem greiða fyrir áskrift og þá sem nota ókeypis útgáfuna.

„Þeir verða ókeypis og þetta verða nákvæmlega sömu þættirnir,“ sagði Rogan, sem er 52 ára, á Instagram. Hann bætti við að samningurinn taki gildi í lok þessa árs. „Þetta er bara leyfissamningur, þannig að Spotify fær ekki að stjórna efnistökum.“

View this post on Instagram

Announcement: the podcast is moving to @spotify! Starting on September 1 the podcast will be available on Spotify as well as all platforms, and then at the end of the year it will move exclusively to Spotify, including the video version. It will remain FREE, and it will be the exact same show. It’s just a licensing deal, so Spotify won’t have any creative control over the show. They want me to just continue doing it the way I’m doing it right now. We will still have clips up on YouTube but full versions of the show will only be on Spotify after the end of the year. I’m excited to have the support of the largest audio platform in the world and I hope you folks are there when we make the switch!

A post shared by Joe Rogan (@joerogan) on May 19, 2020 at 11:30am PDT

Samningurinn nær bæði yfir hlaðvarpið og kvikmynduðu útgáfuna sem má finna á YouTube-síðu Rogan. Þar horfir venjulega um ein milljón manna á hvern einasta þátt.

Rogan byrjaði með þáttinn árið 2009 þegar hlaðvörpin voru að koma fram í fyrsta sinn og hefur hann byggt upp dyggan aðdáendahóp í gegnum árin.

AFP

Þriggja klukkustunda þættir

Hver þáttur af The Joe Rogan Experience er oftast meira en þriggja klukkustunda langur þar sem þáttastjórnandinn talar við gesti sína um allt milli himins og jarðar.

Á síðasta ári var The Rogan Experience sá þáttur sem var hlaðið mest niður hjá Apple.

Rogan er einstakur í hlaðvarpsheiminum. Hann er grínisti, fyrrverandi sparkboxari og meistari í taekwondo. Gestir hans eru af ýmsum toga, þar á meðal meistarar í bardagalistum, vísindamenn, íþróttamenn, frægir leikarar og viðskiptajöfrar.

Spotify hefur að undanförnu verið að færa sig hægt og bítandi inn í heim hlaðvarpsins. Á síðasta ári keypti það hlaðvarpsfyrirtækið Gimlet Studios fyrir um 230 milljónir dollara og einnig framleiðslufyrirtækið Anchor fyrir yfir 100 milljónir dollara.

Í febrúar síðastliðnum keypti Spotify framleiðslufyrirtækið The Ringer, sem sérhæfir sig í íþróttum og afþreyingarefni, fyrir 141 til 195 milljónir dollara.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK