Muji óskar eftir greiðslustöðvun

Fyrirtækið hefur sótt um greiðslustöðvun vestanhafs.
Fyrirtækið hefur sótt um greiðslustöðvun vestanhafs. Reuters/Stringer

Japanska tískuvöruverslunin Muji í Bandaríkjunum hefur óskað eftir greiðslustöðvun þar í landi. Nær beiðnin einungis yfir verslanir vörumerkisins vestanhafs en ekki í Japan eða annars staðar. Frá þessu greinir Business Insider. 

Vandræði fyrirtækisins hófust í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveiru. Eigandi verslunarinnar, Ryohin Keikaku Co, gaf út á í gær að nú tæki við vinna við að að endursemja við lánadrottna. Þá verði óhagkvæmum búðum sömuleiðis lokað, en frá því að faraldurinn hófst hefur Muji þurft að loka öllum 18 útibúum fyrirtækisins í Bandaríkjunum. 

Muji er ekki eina vörumerkið í Bandaríkjunum sem hefur orðið illa fyrir barðinu á kórónuveirunni, en fyrirtæki á borð við J.Crew og Brooks Brothers óskuðu nýverið eftir greiðslustöðvun. Eigandi Muji ítrekaði í tilkynningu vegna lokunarinnar að hún næði einvörðungu til starfseminnar vestanhafs þrátt fyrir dapra afkomu í öðrum ríkjum. 

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK