Viðamiklar uppsagnir hjá Finnair

LEHTIKUVA

Forstjóri finnska flugfélagsins Finnair segir að 15% starfsmanna félagsins verði sagt upp störfum, alls um eitt þúsund manns. Uppsagnirnar eru bein afleiðing af efnahagslegum áhrifum af kórónuveirufaraldrinum.

Topi Manner, forstjóri Finnair, segir ekkert benda til þess að umskipti séu í nánd hvað varðar stöðu mála vegna COVID-19. Tekjur félagsins hafi dregist umtalsvert saman og því verði að koma rekstrarkostnaði niður svo um munar.

Uppsagnirnar ná ekki til flugáhafna, það er hvorki flugmönnum né flugfreyjum verður sagt upp. Þeir starfsmenn verða að óbreyttu áfram í tímabundnu leyfi en meirihluti starfsmanna Finnair eru í tímabundnu leyfi. Alls starfa 6.700 manns hjá Finnair. 

Auk uppsagna verður farið í skipulagsbreytingar og stefnt að auka enn rekstrarsparnað. Fyrra markmið voru 80 milljónir evra en nú er markið sett á 100 milljónir evra minni kostnað af rekstri en á síðasta ári. 

Finnska ríkið á meirihlutann í Finnair en félagið dró saman flugáætlun sína um 90% 1. apríl og gaf út afkomuviðvörun. Í júní voru gefin út hlutabréf fyrir 500 milljónir evra til að auka greiðslugetu félagsins. 

Ríkisstjórn Finnlands herti ferðatakmarkanir í síðustu viku og eru þær hvergi jafn harðar innan Evrópusambandsins og í Finnlandi. Ísland er meðal annars ekki lengur á lista yfir örugg lönd að mati finnskra stjórnvalda.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK